Uppsagnir hjá Fjarðabyggð

Starfsmönnum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í áhaldahúsum á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði og Stöðvarfirði var sagt upp í dag. Fjarðabyggð sagði einnig upp skrifstofufólki á Norðfirði og Reyðarfirði í gær. Tilgangurinn mun vera að afnema þær greiðslur til starfsfólksins sem eru umfram kjarasamninga. Bæjaryfirvöld hafa sett stefnuna á 10% niðurskurð í launakostnaði hjá sveitarfélaginu á þessu ári og er þetta liður í að fylgja samþykkt þar um eftir.

Auglýst eftir forstöðumanni Breiðdalsseturs

Breiðdalshreppur auglýsir stöðu forstöðumanns Breiðdalsseturs á Breiðdalsvík. Starfið felur í sér framkvæmdastjórn er varðar starfsemi, þróun og eftirfylgni við uppbyggingu og rekstur á  starfsemi Breiðdalsseturs í Gamla kaupfélagshúsinu. Starfsstöð er á Breiðdalsvík.

breidalur_vefur.jpg

Lesa meira

Norðfirðingafélagið fagnaði hækkandi sól

Aðalfundur og sólarkaffi Norðfirðingafélagsins var haldinn í Fella- og Hólakirkju 1.febrúar s.l.  Á annað hundrað manns mættu og segir Gísli Gíslason að sérstaklega ánægjulegt hafi verið að sjá fólk á öllum aldri mæta. 

 norf1.jpg

Lesa meira

Snjóflóð í Njarðvíkurskriðum

Í dag féll snjóflóð á veginn um Njarðvíkurskriður og lokaði honum um tíma. Snjóruðningsbíll sem ryðja átti veginn til Borgarfjarðar réð ekki við að moka flóðinu burt, þar sem það var um tveir metrar á þykkt. Grafa var fengin á staðinn í moksturinn og er vegurinn nú opinn að nýju. Nokkuð hefur verið um snjóflóð undanfarið, einkum á Norðfirði og í Seyðisfirði.

Heilög Barbara límd saman

Stytta af heilagri Barböru, sem fannst í rústum klaustursins að Skriðu í Fljótsdal, er meðal sýningargripa á nýjustu sýningu Þjóðminjasafnsins. Fornleifafræðingar fundu um 200 brot sem búið er að líma saman.

heilg_barbara.jpg

Lesa meira

Glæsilegir einsöngstónleikar

Á  sunnudag, 1. mars, verða einsöngstónleikar í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarkennara og Félag íslenskra hljómlistamanna.

Tónleikarnir byrja kl. 17 og standa í klukkutíma.

atli_heimir.jpg

Lesa meira

Elsta húsið á Borgarfirði hætt komið

Við íkveikju lá í gær í elsta húsi Borgarfjarðar eystri, sem nú er nýtt sem sumarhús. Slökkvilið var kallað út síðdegis í gærdag. Kveikt hafði verið upp í gamalli Solo-eldavél til að hlýja húsið en ekki verið lækkað aftur eftir að hitna tók innanhúss og var eldavélin orðin rauðglóandi. Skapaði það mikinn hita í húsinu en ekki kviknaði eldur, þó aðeins virðist hafa verið tímaspursmál hvenær kvikna myndi í.

Norðurljósablús í uppsiglingu

Blúshátíðin Norðurljósablús verður haldin í fjórða sinn á Höfn í Hornafirði dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Það er Hornfirska skemmtifélagið sem stendur að vanda fyrir hátíðinni.

norurljsabls_vefur.jpg

Lesa meira

Frumvarp um breytingar á lögum um bankaleynd lagt fram.

Fram er komið frumvarp á Alþingi sem er ætlað að tryggja að eigendur hlutdeildarskírteina í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum geti fengið upplýsingar um meðferð fjármálastofnana á fjármunum þeirra. Að sögn Hilmars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns hjá Regula lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna hundruða einstaklinga sem töpuðu fjármunum í peningamarkaðssjóðum, er framlagning þessa frumvarps mjög mikilvægt skref í átt til réttlætis fyrir umbjóðendur hans.

12870019.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar