Helgin: Fellasúpa og fleira á Ormsteiti

Héraðshátíðin Ormsteiti er mest áberandi í viðburðahaldi helgarinnar á Austurlandi. Í kvöld verður meðal annars boðið upp á súpu út um allan Fellabæ.

Lesa meira

Minnst gæludýraeign meðal Austfirðinga

Austfirðingar eru ólíklegri til að halda gæludýr en íbúar annarra landshluta, ef marka má nýja spurningakönnun sem Maskína gerði á gæludýraeign Íslendinga.

Lesa meira

„Sýnum ungmennunum að framtíðarstörfin eru á Austurlandi“

Fyrsta starfamessa Austurlands, þar sem fyrirtæki kynna atvinnumöguleika til framtíðar fyrir nemendum í grunn- og framhaldsskólum, verður haldin á Egilsstöðum á morgun. Von er á yfir 400 nemendum og fulltrúum um 40 fyrirtækja.

Lesa meira

Opið í Skemmunni allt árið

Hópur kvenna hefur um allnokkurt skeið staðið að baki handverksmarkaðinum Skemmunni á Egilsstöðum yfir sumarmánuðina. Þær hafa nú ákveðið að taka skrefið lengra og leigt húsnæði undir markaðinn allt árið.

Lesa meira

Fékk gert að skútunni á Djúpavogi eftir sjávarháska

Ævintýramaðurinn Nick Kats lagði skútu sinni Teddy vetrarlangt á Djúpavogi eftir að hafa lent í sjávarháska suður af Íslandi fyrir ári. Hann lauk nýverið ferð sinni um Norðuratlantshafið en hann hefur einkum sérhæft í siglingum um norðurslóðir.

Lesa meira

Fólk á ekki lengur að bera harm sinn í hljóði

Áföll á áföll ofan hafa dunið á Austfirðingum síðustu vikur eftir svipleg andlát í samfélaginu. Samráðshópur um áfallahjálp á Austurlandi er áfram virkur en fjöldi fólks hefur nýtt sér þjónustu hans að undanförnu.

Lesa meira

Kynning á Evrópuverkefnum á Reyðarfirði

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) tók gildi hérlendis verða kynningar um allt land á styrkjum í evrópsku samstarfi og Evrópuverkefnum í heimabyggð. Ein slík verður á Reyðarfirði á morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar