Fleiri hundruð nutu sín á Beint frá býli deginum í Fljótsdal
Allt gekk eins og í sögu á Beint frá býli deginum austanlands um liðna helgi en sá var að þessu sinni haldinn við bæinn Egilsstaði í Fljótsdal. Talið er að kringum 500 manns hafi þegið heimboð þann dag.
Jötungíma skýtur upp kollinum í Fellum
Myndarleg jötungíma, sem er talin vera stærsta sveppategund heims, hefur skotið upp kollinum við aflögð útihús við Sigurðargerði í Fellum. Jötungíman hefur komið þar fram af og til síðustu 15 ár.Áheit byrjuð að streyma inn vegna Styrkleikanna um helgina
Allt stefnir í að þátttaka á Styrkleikunum 2024 sem fram fara á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um næstu helgi verði ekki síður frábær en fyrir ári síðan og einstaklingar og fyrirtæki þegar farnir að heita á tiltekna gönguhópa á laugardaginn.
Áhersla á matinn að skila sér í Berunesi
Það er heldur óvanalegt að koma að litlu gistiheimili og tjaldsvæði í fámennum austfirskum firði og komast að því að innandyra er þessi aldeilis fíni veitingastaður þó lítill sé og þar í eldhúsinu þaulvanur erlendur kokkur sem lærði fagið í einhverjum besta kokkaskóla Austurríkis.„Eitt vaktavinnukerfi verður aldrei fullkomið fyrir alla“
Ágúst Ívar Vilhjálmsson hefur unnið hjá Alcoa Fjarðaáli í 17 ár og segist ekki vera að hugsa sér til hreyfings. Hann er þar í dag aðaltrúnaðarmaður og er nýkominn í stjórn AFLs Starfsgreinafélags. Myndavélakerfi og vaktafyrirkomulag eru meðal þess sem brenna helst á starfsfólki stærsta vinnustaðar Austurlands.Farþegar skemmtiferðaskipa áhugasamir um lífið á Borgarfirði
Farþegar skemmtiferðaskipa sem koma til Borgarfjarðar eystra eru áhugasamir um þá starfsemi sem fyrirfinnst á staðnum. Þeir eru duglegir að nýta skipulagðar ferðir sem í boði eru í framleiðslu Íslensks dúns og KHB Brugghús.„Mikill kraftur og hugrekki í fyrirtækjunum á svæðinu“
Sverre Andreas Jakobsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, er forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Arion á Norður- og Austurlandi. Arion bætir í þjónustu sína í fjórðungnum í lok mánaðarins þegar tryggingafélagið bætist við í útibúi bankans á Egilsstöðum.Boðið heim í Fljótsdalinn á Beint frá býli deginum á sunnudag
Á sunnudaginn kemur halda samtökin Beint frá býli í annað sinn sérstakan Beint frá býli dag austanlands þar sem gestum og gangandi gefst kostur að gera sér glaðan dag í sveitinni og kynnast framleiðslu og vörum smáframleiðenda í fjórðungum.