Áætlað er að um og yfir 2000 manns hafi lagt leið sína á árlegan jólamarkað Gróðrarstöðvarinnar Barra sem haldinn var í húsnæði félagsins á Valgerðarstöðum í Fellum á laugardag.
Austurland er svæði sem lífgar upp á sköpunargáfuna að mati bandarísks vefrits sem sérhæfir sig í umfjöllun um það nýjasta í hönnun og uppfinningum. Sjálfsagt þykir að nota veturna til að heimsækja svæðið.
Sérstakt jólamyndband frá Seyðisfirði hefur notið mikilla vinsælda á veraldarvefnum. Leikkonan Sigrún Huld Skúladóttir, sem búsett er á Seyðisfirði flytur þar jólakvæðið sígilda „Heims um ból" (e. Silent Night) í vægast sagt óhefðbundinni útsetningu. Um það gildir sannarlega hið fornkveðna að sjón sé sögu ríkari.
Út er komin bókin 100 ára saga Kaupfélags Héraðsbúa. Félagið var stofnað á Skeggjastöðum í Fellum 19. apríl árið 1909. Það á sér því aldar langa sögu og var á 20. öldinni einn af burðarásunum í austfirsku atvinnulífi með verslun og fjölbreytta starfsemi bæði á Héraði og niður á fjörðum. Við breytta viðskiptahætti og þróun samfélagsins í lok 20. aldar tók að harðna á dalnum í rekstri samvinnufélaga og neyddist KHB til að leita nauðasamninga árið 2009 á 100 ára afmælinu.
Seyðisfjörður tortímist í eldgosi í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty ef marka má nýjasta kynningarmyndband myndarinnar sem sett var á netið í dag. Ben Stiller stekkur þar upp í græna Lödu Sport þar sem leikarinn Gunnar Helgason er undir stýri.
Sigrún Ragna Rafnsdóttir og Björn Jónsson afhentu nýverið gjafar úr minningarsjóði dóttur þeirra, Lilju Ránar, sem lést í hörmulegu slysi í Breiðdal 31. mars síðastliðinn aðeins þriggja ára gömul.
Guðrún Marta Ásgrímsdóttir, lyfjafræðingur frá Egilsstöðum, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Oculis sem þróað hefur nýja tegund augndropa sem byggja á nanótækni.
Rokkhátíðin Eistnaflug 2013 hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum tónlistarviðburður ársins. Hátíðin var fyrst haldin árið 2005 á Neskaupsstað og hefur verið árlegur viðburður síðan.
Aðventa Gunnars Gunnarssonar, sagan um Benedikt og svaðilfarir hans á Mývatnsöræfum, verður lesin að venju þriðja sunnudag í aðventu á Skriðuklaustri. Að þessu sinni verður hún lesin á fjórum stöðum: í Rússlandi, Þýskalandi, Reykjavík og á Skriðuklaustri.