Efnt verður til bóksölu og kaffisamsætis í Ássókn í Fellum um helgina. Tilefnið er söfnun Þjóðkirkjunnar til kaupa á nýjum línuhraði fyrir Landsspítalann.
Ný hljómplata tríósins Dranga, sem skipað er þeim Jónasi Sigurðssyni, Mugison og Ómari Guðjónssyni er að hluta til tekin upp á Borgarfirði eystri. Árið hefur verið annasamt í tengslum við tónleikaferðir hérlendis, sérstaklega hjá Jónasi. Hann segir þá alla þrjá álíta það mikilvægt að halda tónleika til að tengjast hlustendum.
Ofurtríóið Drangar heimsækja Austfirði um helgina og halda tvenna tónleika, í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra í kvöld og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum ámorgun.
VÍS hefur undanfarnar vikur gefið viðskiptavinum með F-plús tryggingu húfur fyrir börn svo þau sjáist fyrr en ella í myrkri. Um eitt þúsund húfum er dreift á Austurlandi.
Vegfarendur á Egilsstöðum hafa síðustu kvöld notið þess að horfa á tignarlegt eldgos í glugga á efri hæð gamla Sláturhússins þar sem vídeólistahátíðin 700IS hreindýraland stendur nú yfir. Til að breyta glugganum í sýningartjald var hann málaður með súrmjólk.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var einkar ánægður með gestrisni Stöðfirðinga þegar hann heimsótti þá í opinberri heimsókn til Fjarðabyggðar á þriðjudag. Hann sagði enn sama kraftinn einkenna heimamenn og þegar hann kom þangað fyrst.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kór Fjarðabyggðar ásamt Gunnari Þórðarsyni, Daníel Þorsteinssyni og einsöngvurunum Heiðu Ólafs og Matta Matt leiða saman hesta sína í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á sunnudag á tónleikum sem helgaðir eru helstu perlum íslenskrar poppsögu frá árunum 1960-1980.
Seyðisfjörður tekur í fyrsta sinn þátt í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld þegar liðið mætir Akranesi. Liðið hefur ekki náð að hittast til að æfa en mikil stemming er fyrir keppninni í bænum.
Dorrit Moussaieff segir eiginmann sinn, Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, of oft klæðast jakkafötum. Hann segist á móti vera fremur nýtin á jakkafötin. Hann oft að heiman og segir mikla eftirspurn víða úr heiminum eftir að heyra frá forseta Íslands.