Sauðfjárbændur í Fljótsdal styrktir til sæðinga

Fjárbændur í Fljótsdal á Héraði fá styrk til að sæða sitt fé. Fjárræktarfélag Fljótsdalshrepps greiðir bændum helming þess kostnaðar sem til fellur. Var sú ákvörðun tekin á félagsfundi síðasta vetur og hefur mælst vel fyrir meðal bænda. Frá þessu greinir í Bændablaðinu.

1012288.jpg

Lesa meira

Æfðu blak í náttfötunum

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir sendi vefnum þessa fallegu mynd af börnum í Þrótti Neskaupstað. Þau voru að æfa blak á síðustu æfingu fyrir jól í náttfötunum í vikunni. Nú eru þau öll komin í jólafrí og undirbúningur hátíðarinnar í algleymingi.

Flottir krakkar!

rttarblakbrn.jpg

Skellir gegn Keflavík og KFÍ

Körfuknattleikslið Hattar tapaði tveimur leikjum í seinustu útleikjaferð sinni um helgina. Liðið lenti fyrst í Íslandsmeisturum Keflavíkur í bikarkeppni karla og síðan í KFÍ á Ísafirði.

 

Lesa meira

Garnaveiki í Jökulsárhlíð

Garnaveiki er komin upp í Jökulsárhlíð. Er sýkingin bundin við tvo bæi á svæðinu, en verið að kanna hvort fé á nágrannabæjum sé einnig sýkt. Ekki þarf að aflífa sýkt fé, en þar sem sjúkdómurinn veldur ólæknandi bólgu í slímhúð garna og meðfylgjandi skituköstum veslast sýktar skepnur smám saman upp þrátt fyrir að éta nóg.

Lesa meira

Trakteringar fyrir sundgesti í Neskaupstað

Starfsfólkið í sundlauginni á Norðfirði bíður nú eftir því að bjóða 40 þúsundasta gestinn á árinu 2008 velkomin í sund. 40 þúsundasti gesturinn fær frítt árskort í sund og líkamsrækt og gestur númer 39.999 fær frítt í sund árið 2009. Sundlaugin og líkamsræktin er opin allt árið og þar er virkilega góð aðstaða fyrir unga sem aldna til þess að rækta líkama og sál. Allir í sund á Norðfirði.

Launafl styrkir vatnsverkefni kirkjunnar

Launafl í Fjarðabyggð hefur gefið Hjálparstofnun kirkjunnar fé til kaupa á tveimur vatnsbrunnum. Magnús H. Helgason, framkvæmdastjóri Launafls og Ágúst Sæmundsson, rafvirkjameistari, afhentu kirkjunni á Reyðarfirði ávísun að andvirði 260 þúsund króna rétt fyrir helgi. Þá stendur til að Launafl, Alcoa og Vélsmiðja Hjalta styrki Verkmenntaskólann í Neskaupstað um tólf milljónir króna samtals til tækjakaupa.

vefur_launafl.jpg

Lesa meira

Jólafriður við kertaljós á sunnudag

Næstkomandi sunnudag verða haldnir tónleikarnir Jólafriður í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði.  Það er tónlistarmaðurinn Daníel Arason sem er frumkvöðull að tónleikunum og hefur haft veg og vanda af þeim frá upphafi.  Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega í sjö ár og áhersla lögð á þátttöku tónlistarfólks af Austurlandi og vandaðan flutning.  Á tónleikunum koma fram einsöngvarar, kór og hljómsveit, ásamt strengja- og blásarasveit.  Flutt verður jólatónlist úr ýmsum áttum en meginmarkmiðið er að skapa rólega og friðsæla stemningu.  Eingöngu verður kveik á kertaljósum og tilvalið er að koma og njóta fallegrar tónlistar til að slaka á í lok aðventu. 

gnecf9ni.jpg

Lesa meira

Strandaglópur í Hornafirði

Undanfarnar vikur hefur hreindýr haldið sig í Hellinum (eyjunni) sem er við innsiglinguna til Hornafjarðar og er talið líklegt að það hafi synt yfir álinn frá Austurfjörum þar sem nokkur hreindýr hafa verið á beit undanfarið.

Lesa meira

Starfsmenn Fjarðaáls fá kaupauka á morgun

Á morgun, mánudag, ætlar Alcoa að greiða starfsmönnum Fjarðaáls kaupauka. Hann mun nema mánaðarlaunum, að viðbættu 15% álagi. Áður höfðu Ísal og Norðurál greitt aukalega kaupauka á síðustu vikum. Launaliður samnings AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál verður næst laus í apríl nk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar