Körfubolti: Allt í baklás í seinni hálfleik gegn Val

Ekkert gekk upp sóknarlega hjá Hetti þegar liðið tapaði 80-69 fyrir Val á Hlíðarenda í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Höttur var hins vegar yfir í leikhléi eftir frábæran fyrri hálfleik.

Lesa meira

„Það er ekki í Grindvíkingum að gefast upp“

Borði með stuðningsyfirlýsingu til Grindvíkinga vakti mikla athygli á landsleik Íslands og Slóvakíu í knattspyrnu sem leikinn var í Bratislava í gær. Mennirnir á bakvið borðann eru Austfirðingar með sterk tengsl við Grindavík.

Lesa meira

Körfubolti: Yfir 200 stig skoruð þegar Höttur vann Hamar

Meira en 200 stig voru skoruð samanlagt þegar Höttur vann Hamar í Hveragerði í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Höttur hefur þar með unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.

Lesa meira

Blak: Fyrstu stig kvennaliðs Þróttar

Kvennalið Þróttar náði í sín fyrstu stig í vetur þegar liðið vann Þrótt Reykjavík um helgina og spilaði oddahrinu gegn Völsungi í gærkvöldi. Karlaliðið hefur líka náð í fjögur stig úr tveimur leikjum síðustu daga.

Lesa meira

Kynna breytta heilsurækt á Reyðarfirði á sunnudag

Nýtt nafn, dagskrá og eigendahópur verða kynntir til leiks í líkamsræktarstöðinni Ými á Reyðarfirði á sunnudag. Nýir eigendur segjast stefna á að halda áfram að efla stöðina og samfélagið sem myndast hefur í kringum hana.

Lesa meira

Blak: Bæði liðin töpuðu 1-3 gegn HK

Bæði karla og kvennalið Þróttar töpuðu í úrvalsdeildunum í blaki á heimavelli fyrir HK 1-3. Sérstaklega karlaleikurinn var jafnari en úrslitin gefa til kynna.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur örugglega áfram í aðra umferð bikarsins

Höttur tryggði sér í gær sæti í annarri umferð bikarkeppni karla í körfuknattleik með stórsigri, 54-107, á Snæfelli í Stykkishólmi. Liðið tapaði hins vegar illa fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni á föstudagskvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar