Höttur er aleinn og stigalaus á botni úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir 71-82 tap fyrir FSu á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Hattarliðið glopraði niður forustunni síðustu fimm mínútur leiksins.
Höttur er enn stigalaus á botninum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 50-85 ósigur gegn Íslandsmeisturum KR á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hattarmenn sáu aldrei til sólar í leiknum.
Fjórir Austfirðingar voru í U-17 ára landsliðinu í blaki sem kom heim með silfurverðlaun af Norðurlandamóti um helgina. Karlalið Hattar í körfuknattleik er komið áfram í 16 liða úrslit í bikarkeppni karla án þess að þurfa að mæta liðinu sem það dróst gegn.
Höttur tekur á móti FSu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Liðin eru bæði nýliðar í deildinni og hefur gengið illa að fóta sig þar því þau eru neðst og stigalaus. Þjálfari Hattar segir mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í kvöld.
Líkt og undanfarin ár stóð Tandraberg fyrir knattspyrnuakademíu fyrir iðkendur í 7.-3. flokk karla og kvenna í lok október í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.
Þróttur leiðir í úrvalsdeild kvenna eftir að hafa unnið Fylki í hörkuleik á Norðfirði á föstudagskvöld. Höttur er enn án stiga í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.