Hetti er spáð botnsætinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en spá formanna, þjálfara og fyrirliða var kynnt í dag. Þjálfari liðsins er staðráðinn í að afsanna spána þótt hún komi ekki á óvart.
Kvennalið Þróttar vann fyrsta leik sinn í vetur þegar KA kom í heimsókn í fyrstu umferð Íslandsmótsins í blaki í um helgina. Karlaliðin unnu sinn leikinn hvort.
Yfir áttatíu viðburðir dreifast á sex austfirsk sveitarfélög í evrópsku hreyfivikunni Move Week sem haldin er í fjórða sinn. Alþjóðleg stemming var á ringókynningu á Seyðisfirði í vikunni.
Kvennalið Þróttar í blaki byrjar tímabilið vel en það vann Þrótt Reykjavík og Stjörnuna á útivelli um helgina. Karlaliðið tapaði hins vegar báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni í Garðabæ.
Sjö leikmenn Hugins og Leiknis voru valdir í úrvalslið ársins í annarri deild karla í knattspyrnu á lokahófi Fótbolti.net um helgina. Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins var valinn þjálfari ársins og Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliði Leiknis, leikmaður ársins.
Ungmennafélag Íslands hefur boðað til opins kynningarfundar á Egilsstöðum í dag þar sem kynntar verða niðurstöður starfshóps sem falið var að skoða aðild íþróttabandalaga að UMFÍ.
Höttur er úr leik í Lengjubikar karla í körfuknattleik eftir að hafa tapað gegn Stjörnunni og Haukum um helgina. Liðið getur þó ágætlega við unað eftir nauma ósigra gegn sterkum andstæðingum.
Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands úrskurðaði á fundi sínum í dag Fernando Garcia Castellanos, leikmann Leiknis Fáskrúðsfirði, í þriggja leikja bann fyrir atvik í leik liðsins gegn Hetti síðastliðinn laugardag.