Þjóðarvettvangur um Icesave á Austurlandi

Fundur á vegum Þjóðarvettvangs um Icesave málið verður haldinn á Reyðarfirði á laugardag. Á fundinum verða gildin réttlæti, virðing og heiðarleiki ræddi í tengslum við málið.

 

Lesa meira

Ná ekki að bora í gegnum íshellu Móavatns

Ístölt Austurland2010 fer fram á Móavatni við Tjarnarland n.k. laugardag. Vegna þess hve lélegurís er í Egilsstaðavík reyndist nauðsynlegt að finna keppninni öruggari og betristað.

Móavatn er réttvið Tjarnarland í Hjaltastaðaþinghá, ekki svo mörgum kílómetrum utan við Eiða. Þarer aðstaðan eins og best verður á kosið. Sér í lagi er góð aðstaða fyrirkeppendur í Tjarnarlandi. Við Móavatn þeirra Tjarnarlandsfeðga hefur veriðbyggt glæsilegt hús sem nú nýtist sem þjónustuhús fyrir Ístölt Austurland. Gott getur verið fyrir áhorfendur að taka með sér aur eða plastkort til að láta fé af hendi rakna í veitingasölunni.

Móavatn er gaddfreðið þessa dagana. Svo rækilega frosið að ekki hefur enn fundistnægjanlega langur bor á Héraði til að sannreyna þykkt íssins. Lengsti borinnsem hefur verið prufaður er um 60 cm langur og náði hann ekki í gegnumíshelluna.

b_ari_gerpla.jpg 

Eins og áður erþað Hestamannafélagið Freyfaxi sem hefur veg og vanda að Ístölt Austurland, semfyrir löngu er orðinn árviss viðburður. Ennþá er opið fyrir skráningar ogrennur skráningarfrestur út á fimmtudagskvöld kl. 22:30. Skráningargjöld erukr. 3.000,- og innheimtast á staðnum. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánariupplýsingar um staðhætti, skráningar og margt fleira veitir Einar BenÞorsteinsson í síma 896-5513. Keppni hefst kl. 10:00, stundvíslega.


Keppt verður íeftirtöldum flokkum:

Tölt unglinga

Tölt áhugamenn

Tölt opinnflokkur

A-flokkur

B-flokkur

Skeið 100m

Tilboð í sorphirðu og förgun opnuð í Fjarðabyggð

Á heimasíðu Fjarðabyggðar  kemur fram að í síðustu viku voru opnuð tilboð í verkið „Sorpstöð Fjarðabyggðar – sorphirða og sorpförgun “.   Kostnaðaráætlun verksins var  kr.  88.700.000.   Þrjú aðaltilboð  og tvö frávikstilboð bárust í verkið. Frávikstilboðin voru frá Gámaþjónustunni og Íslenska Gámafélaginu, og voru bæði talsvert undir hefðbundnum tilboðum. Lægsta tilboðið án frávika átti Íslenska Gámafélagið, það hljóðaði uppá 76,5 milljónir.
 
Tilboðin voru sem hér segir:

Gámaþjónustan 81.451.761 kr, 91,2 % af kostnaðaráætlun
Gámaþjónustan, frávikstilboð 73.383.549 kr, 82,7 % af kostnaðaráætlun
Íslenska Gámafélagið 69.888.840 kr, 78,8 % af kostnaðaráætlun
Íslenska Gámafélagið 76.564.530 kr, 86 % af kostnaðaráætlun
Tandraberg ehf. 135.612.004 kr, 153 % af kostnaðaráætlun


Tilboð verða í framhaldinu yfirfarin og lögð fram til umhverfis- og skipulagsnefndar áður heldur en samningur við verktaka fær endanlega afgreiðslu í bæjarráði.
 
ruslapoki.jpg
 

Framboð í prófkjöri Framsóknar

Átta gefa kost á sér til framboðs í prófkjöri til uppröðunar á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

 

 

 

Lesa meira

Misskilningur að verið sé að leggja niður svæðisstöðvarnar

Þrátt fyrir að öllum starfsmönnum svæðisútvarps Rúv á Austurlandi hafi verið sagt upp utan einn á dögunum, þá segir Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri Rúv það vera misskilning að verið sé að loka svæðisstöðvum RÚV.

“Sumir halda að verið sé að loka svæðisstöðvunum. Það er ekki allskostar rétt. Það verður starfsemi og fréttaflutningur áfram frá svæðisstöðvunum, þrátt fyrir að svæðisbundnar útsendingar verði ekki áfram starfræktar.” Sagði Bjarni í samtali við Agl.is á dögunum.
 
ruv_rikisutv.jpg
 



Lesa meira

Jöfnunarsjóður úthlutar 365 miljónum á Austurland

Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur samþykkt tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga árið 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Snæfell. Mynd sigað

Lesa meira

Níu á sjúkrahús eftir árekstur

Níu voru fluttir á heilsugæsluna á Egilsstöðum í morgun eftir árekstur flugrútu og jeppa á Fagradal, skammt frá Egilsstöðum, í morgun.  Átta voru í rútunni en einn í jeppanum. Meiðsli fólks eru minniháttar þótt einn hafi verið fluttur til Akureyrar til nánari skoðunar.

Lesa meira

Dregið um hreindýraveiðileyfi

Dregið var úr innsendum umsóknum um hreindýraveiðileyfi í húsnæði Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum á laugardag. Út drættinum var sjónvarpað á internetinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar