Samfylkingin á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði stendur fyrir opnun félagsfundi á Seyðisfirði annað kvöld þar sem tekin verða fyrir stjórnarskrármál og kvótafrumvarp. Magnús Norðdahl, þingmaður, verður gestur fundarins.
Takmarka hefur þurft fólksflutninga í vetrarsiglingum farþegaferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar vegna þess farartálma sem Fjarðarheiði er. Vegurinn þar er dragbítur á starfsemina.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað tapaði rúmlega 160 milljónum króna á síðasta ári þrátt fyrir að áætlanir gerðu ráð fyrir hagnaði. Veltufé frá rekstri hefur á móti aukist.
Tíu nemendur frá Konunglega breska listaháskólanum (Royal Collage of Art) skemmtu sér gríðarlega við nám og ferðir á Austurlandi í síðustu viku. Hluti af vinnu hópsins var sýndur á Hönnunarmars um helgina.
Dómsuppsaga í máli Hannesar Sigmarssonar, fyrrverandi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð, hefur tafist í Héraðsdómi Austurlands. Til stóð að dómur lægi fyrir um miðjan mars en það dregst fram eftir aprílmánuði.
Höfundur: fjölmiðlahópi Ungs fólks og lýðræðis 2012 • Skrifað: .
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, segir að samfélagsmiðlar séu að breyta sýn og þátttöku fólks í lýðræði. Valdhafar geti ekki lengur stýrt því hvaða málefni eru til umræðu. Þetta kom fram í máli forsetans á ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði“ á Hvolsvelli í morgun.
Þorkell Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri væntanlegrar sjálfseignarstofnunar sem verður til við sameiningu austfirskra stoðstofnana (AST). Hann hefur meðal annars unnið hjá KEA og Eimskipum.
Lára Vilbergsdóttir, verkefnisstjóri Þorpsins hönnunarsamfélags á Austurlandi, er ánægð með þær viðtökur sem kynningar Þorpsins hlutu á Hönnunarmars um helgina. Lára kynnti verkefnið í heild sinni ásamt austfirsku hráefni, svo sem trjávið, ull, stein, hreindýraleður og ál.
Leikstjórinn margrómaði Clint Eastwood verður með leikaraprufur fyrir nýjustu mynd sína, sem til stendur að taka upp á Austurlandi, klukkan 14:00 á Hótel Héraði í dag. Leitað er að 100 hraustum Austfirðingum til að leika í bardagasenum myndarinnar.
Starfsmenn leikskólanna Skógarlands og Tjarnarlands vilja að ákvörðun bæjaryfirvalda á Fljótsdalshéraði um að sameina leikskólana verði endurskoðuð. Bæjarstjórnin hafnar því og telur ýmsan ávinning felast í sameiningunni.
Vöruþróunarverkefni, sem byggjast á austfirskum, hráefnum gera það eftirsóknarvert fyrir unga, nýmenntaða vöruhönnuði með rætur á Austurlandi að snúa aftur í heimahagana. Verkefnið Norðaustan 10 er dæmi um slíkt.
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segist treysta því að stjórnvöld standi við bakið á sveitarfélaginu og styrki löggæsluna í baráttunni gegn skipulögðum glæpum. Lögreglan óttast að vélhjólagengi vilji koma á fót starfsemi á Egilsstöðum. Björn segir að spyrnt verði við þeim með samstilltu átaki með íbúum.