Kjörfundur gæti staðið til sunnudags

Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi er tilbúin að óska eftir því að kjörfundur standi til sunnudags ef veður verður þannig að kjósendur eigi erfitt með að komast á kjörstað á laugardag. Slíkt myndi um leið tefja úrslit af landinu öllu.

Lesa meira

Mæla með lækkun álagningarstuðuls fasteignaskatts í Fjarðabyggð

Verði álagningarstuðull fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð lækkaður úr 0,424% í slétt 0,4% eins og tillaga sem samþykkt var í bæjarráði sveitarfélagsins í vikunni gæti það leitt til lækkunar tekna um rúmar 22 milljónir króna.

Lesa meira

Upptökur frá framboðsfundum

Upptökur frá framboðsfundi Austurgluggans/Austurfréttar með oddvitum allra framboða í Norðausturkjördæmi, sem haldinn var í Valaskjálf á fimmtudagskvöld, eru nú aðgengilegar á bæði YouTube og hlaðvarpsformi.

Lesa meira

Allt ljósleiðaratengt á Seyðis- og Borgarfirði á næsta ári

Gangi áætlanir eftir ættu öll heimili og vinnustaðir á bæði Seyðisfirði og Borgarfirði eystra að vera orðin ljósleiðaratengd eigi síðar en í lok næsta árs. Sömuleiðis á að ljúka ljósleiðaravæðingu Djúpavogs 2026.

Lesa meira

Skora á sveitarstjórnir austanlands að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu kennara

Fjölmennur hópur kennara gekk í dag áleiðis frá Valaskjálf að Tehúsinu á Egilsstöðum til að bæði sýna stuðning sinn við þá kennara í landinu sem þegar eru í verkfalli en jafnframt til að skora á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn kjaradeilu kennara við íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Vatnssýnataka í Hallormsstað eftir helgina

Framkvæmdir við endurbætur á neysluvatnstanki íbúa Hallormsstaðar ganga að óskum. Fyrsta sýnatakan á gæðum vatnsins eftir flóknar framkvæmdirnar fer fram á mánudaginn kemur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar