Á hreinu að áverkarnir á þeim látnu voru af mannavöldum
Réttarmeinafræðingar, sem báru vitni á öðrum degi réttarhaldanna yfir Alfreð Erling Þórðarsyni, segja áverkar á líkum hjónanna, sem hann er sakaður um að hafa myrt í Neskaupstað í ágúst, ekki geta verið af öðrum orsökum en mannavöldum. Lífsýni af þeim fannst á hamri í fórum Alfreðs.
Lesa meira...
Geðlæknir segir engan vafa um að Alfreð Erling sé ósakhæfur
Geðlæknir sem vann geðmat á Alfreð Erling Þórðarsyni, sem ákærður er fyrir að myrða Rósu Benediktsdóttir og Björgvin Sveinsson í Neskaupstað í ágúst, segir Alfreð Erling stjórnast af miklu ranghugmyndakerfi og sé því ekki sakhæfur. Hann kunni að vera hættulegur og þurfi að vera á réttargeðdeild í umsjá sérhæfðs starfsfólks. Geðlæknirinn baðst undan að svara hvort rétt hafi verið að sleppa Alfreð Erling úr nauðungarvistun nokkrum vikum fyrir verknaðinn.
Lesa meira...
Meira umfang tjóns á Stöðvarfirði að koma í ljós
Starfsmenn áhaldahúss Stöðvarfjarðar með góðri hjálp annarra starfsmanna Fjarðabyggðar hafa síðustu fjóra sólarhringa unnið linnulítið að hreinsun þorpsins eftir óveðrið í síðustu viku og nú sér nokkuð fyrir endann á því verkefni að sögn verkstjóra. Umfang tjóns er þó líkast til meira en fyrst var haldið.
Lesa meira...
Óásættanlegt að öryggi landsbyggðarinnar sé ógnað vegna tregðu við að höggva tré
Samband sveitarfélaga á Austurland vill að sem fyrst verði leyst úr þeim vanda sem skapast hefur með takmörkun flugumferðar um Reykjavíkurflugvöll. Ástæðan eru tré í Öskjuhlíð sem eru of há og hindra flug til og frá vellinum. Byrjað var að fella fyrstu trén í morgun.
Lesa meira...
Undirbúa viðgerðir á raflínunni til Dalatanga
Starfsmenn Rarik stefna á að hefja viðgerðir á raflínunni út á Dalatanga á morgun en hún bilaði fyrir tæpum þremur vikum. Aðstoð þyrlu þarf til verksins.
Lesa meira...