Laugardaginn 13. júní verða haldnir tvennir minningartónleikar um Ágúst Ármann Þorláksson í Hótel Egilsbúð. Fyrri tónleikarnir verða kl. 16:00 og þeir seinni kl. 20:00. Tónleikarnir verða um leið útgáfutónleikar á plötu með lögum eftir Ágúst Ármann.
Þrír viðburðir mynda 50 ára afmælishátíð tónlistarkennarans Charles Ross sem kennt hefur tónlist á Austurlandi í tæp þrjátíu ár. Fyrsti viðburðurinn var í Reykjavík á mánudag en sýning og tónleikar verða eystra síðar í sumar.
Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Dj flugvél og geimskip troða upp í Frystihúsinu á Breiðdalsvík næstkomandi laugardagskvöld, 13. júní. Frítt er inn á tónleikana og hefjast þeir kl. 20:00.
Leikaraprufur fyrir kvikmyndina Hjartastein, sem tekin verður upp á Borgarfirði í haust, verða á Egilsstöðum um komandi helgi. Leikstjórinn segir áhugann aðalmálið fyrir væntanlega leikara.