Héraðsmaðurinn og Liverpoolaðdáandinn Sigfús Guttormsson er að skrifa ævisögu knattspyrnuhetjunnar Steven Gerrard, en sjálfur er hann gallharður stuðningsmaður Liverpool.
Á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði var mikið líf og fjör í gær en þá var haldin Sólblómahátíð. Brekkubær er svokallaður SOS Sólblómaleikskóli og styrkir leikskólinn litla stúlku sem býr í SOS barnaþorpi í Namibíu. Nemendur á Brekkubæ fengu tækifæri til að tala við hana og fjölskyldu hennar í gegnum Skype og sungu nokkur lög fyrir þau.
Tuttugasti og fyrsti árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands er kominn út en líkt og undanfarin ár er blaðið um 90 blaðsíður að stærð. Um tvö hundruð gamlar og nýjar ljósmyndir prýða blaðið og eru efnistökin vítt og breitt af Austurlandi.
Eins og Austurfrétt greindi frá því í vikunni, þá sló Bjarmi Hreinsson, lyftingarmaður frá Egilsstöðum, Íslandsmetið í snörun í 94 kg flokki karla á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum. Því þótti tilvalið að taka Bjarma í yfirheyrslu.
Ný grunnsýning Minjasafns Austurlands opnar formlega laugardaginn 6. júní 2015 kl. 13:30. Sýningin ber heitið „Hreindýrin á Austurlandi“ og fjallar um eiginleika hreindýranna og sögu þeirra á Austurlandi, rannsóknir á þeim, veiðarnar, og nýtingu afurðanna, handverk og hönnun.