Jólin kvödd á Austurlandi

Hefðbundin þrettándagleði verður haldin víðsvegar um fjórðunginn í dag á þessum þrettánda og síðasta degi jóla.

Lesa meira

Handavinna skjól fyrir stríðni

Sælín Sigurjónsdóttir á Reyðafirði er forfallin handavinnukona og státar af sérstaklega veglegu bókasafni tengdu próni og hekli.

Lesa meira

Hver er Austfirðingur ársins 2015?

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.

Lesa meira

Jólaverslunin: Fólk er djarfara í jólakjötinu en áður

Verslunarstjóri Nettó á Egilsstöðum segir kipp hafa komið í jólaverslun Austfirðinga, líkt og annarra landsmanna, eftir helgi. Alltaf séu einhverjir sem séu að fram á síðustu stundu en opið er í versluninni til klukkan eitt á aðfangadag.

Lesa meira

Jólatré með karakter á Vopnafirði

Sú skemmtilega hefð hefur skapast á Vopnafirði að elsku börn leikskólans Brekkubæs sækja jólatré í Oddnýjarlund á hverri aðventu ásamt kennrunum sínum.

Elsa Möller segir sjálfbæra hugsun ríkja á bak við ferðina.

„Það er ekki endilega fallegasta tréð sem verður fyrir valinu, frekar þau sem grisja þarf út – við köllum þau „tré með karakter".

Börnin taka þátt í öllu ferlinu, velja tréð, saga það niður, flytja það heim, setja það í fótinn og skreyta svo fyrir jólaballið.

Til þess að ganga svo ekki um of á „höfuðstólinn" förum við aðra ferð með börnin að sumri þar sem hvert barn gróðursetur sitt tré sem svo verður jólatré tólf til fimmtán árum síðar."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar