VA áfram í undanúrslit Gettu betur

Lið Verkmenntaskóla Austurlands í Gettu betur mættu liði Fjölbrautaskólans við Ármúla í 8 liða úrslitum á föstudaginn þann 3. febrúar. Lið VA skipa nemendurnir Ágústa Vala Viðarsdóttir og tvíburarnir Geir Sigurbjörn Ómarsson og Ragnar Þórólfur Ómarsson. Þau tryggðu sér sigur í vísbendingaspurningunum 29-23 og eru þar með komin áfram í undanúrslit. VA hefur aðeins einu sinni áður komist svo langt í Gettu betur árið 2002.

Lesa meira

Austfirðingar áberandi í tónleikaferð Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur nú fyrir tónleikaferð hringinn í kringum landið. Komið verður í Neskaupstað annað kvöld. Austfirðingar eru áberandi í ýmsum stöðum í kringum tónleikaferðina.

Lesa meira

Idol vegferð Símonar Grétars lokið

Símon Grétar Björgvinsson frá Vopnafirði komst ekki áfram í úrslit í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Hann keppti í undanúrslitum keppninnar síðastliðinn föstudag þar sem hann flutti tvö lög. Eftir símakosninguna lenti hann í neðstu tveimur sætunum ásamt öðrum keppenda og var sendur heim.

Lesa meira

Fluttu í sundur en stofnuðu hljómsveit

Soffía Björg Sveinsdóttir, íslenskukennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, er annar helmingur tvíeykisins Winter Leaves sem á lagið Feel sem komið er í úrslit lagakeppninnar Sykurmolans á útvarpstöðinni X-inu.

Lesa meira

Tvær sýningar Jessicu Auer

Ljósmyndarinn Jessica Auer, sem búsett er á Seyðisfirði, hefur síðustu tvær helgar opnað tvær nýjar sýningar á verkum sínum, aðra á Seyðisfirði en hina á Egilsstöðum.

Lesa meira

Jóhann Valgeir Austfirðingur ársins 2022

Jóhann Valgeir Davíðsson, íþróttakennari á Eskifirði, hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022 af lesendum Austurfréttar. Kjörið hlýtur Jóhann Valgeir fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi staðarins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar