Ellefu áramótabrennur á Austurlandi þetta árið

Austfirðingar flestir þurfa ekki langan veg að fara til að komast á áramótabrennu á gamlársdag en einar ellefu slíkar eru fyrirhugaðar lokadag þessa árs á sunnudaginn kemur. Þær allar í samvinnu sveitarfélaganna, björgunarsveita og eftir atvikum íþróttafélaganna á hverjum stað fyrir sig.

Lesa meira

Fjölmargt að varast fyrir gæludýraeigendur um jólahátíðina

Saltaður matur, kökudeig, vínber og mandarínur er bara brot af því sem varhugavert getur verið að gefa gæludýrunum okkar en líkurnar á að slíkt rati í skálarnar yfir komandi hátíð eru meiri en á öðrum tímum árs.

Lesa meira

Austfirsk mær toppar vinsældarlista Rásar 2

Hún er ekki nýgræðingur í tónlist á neinn hátt enda dundað við slíkt mörg síðustu árin með ágætum árangri. Aldrei áður hefur hún þó toppað vinsældalista Rásar 2 eins og hún gerði á laugardaginn var.

Lesa meira

Héraðsbúar taka vel mót nýrri fataloppu á Egilsstöðum

Líklega er ekki of djúpt í árina tekið að fullyrða að velflestir, ef ekki allir, eigi töluvert af fatnaði og varningi ýmsum sem safnar orðið ryki í kössum í geymslum og bílskúrum og nýtist engum. Svokallaðar fataloppur hafa þess vegna opnað víða á landinu þar sem fólki gefst kostur á að losna við ýmsar slíkar eigur gegn vægu gjaldi. Ein slík opnaði í byrjun vikunnar á Egilsstöðum.

Lesa meira

Útbúa toppaðstöðu fyrir skautafólk á Vopnafirði

Eldheitir áhugamenn um skautaíþróttina hafa nú tekið sig saman á Vopnafirði og útbúið fyrirtaks skautasvell á sparkvelli bæjarins og þar skal dansað á svellinu svo lengi sem frost verður í lofti.

Lesa meira

Skógarylur úr ylkubbum

Skógarylur verður heitið á nýrri afurð viðarvinnslufyrirtækisins Skógarafurða í Fljótsdal. Fyrirtækið hefur á nýju ári framleiðslu á kubbum úr sagi og afskurði til hitunar.

Lesa meira

Sveitarstjóri færði nýjustu íbúum Seyðisfjarðar gjafir

Sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, heimsótti fyrr í vikunni fjögur börn af þeim átta alls sem fæðst hafa á Seyðisfirði í ár og leysti þau út með gjöfum frá sveitarfélaginu. Önnur heimsókn til hinna fjögurra stendur fyrir dyrum.

Lesa meira

Sigraði í jólalagakeppni Borgarbókasafnsins

Egilsstaðabúinn Jens Einarsson fór með sigur af hólmi í jólalagasamkeppni Borgarbókasafnsins sem haldin var fyrir skemmstu. Jens sendi inn lag sem hann samdi fyrir tæpum 20 árum og fékk þá ung börn sín til að syngja.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.