Um fjögur ár eru síðan nýjasta deildin innan Ungmennafélagsins Austra var stofnuð og hefur sú deild vaxið og dafnað vel á þeim tíma. Hér verið að meina rafíþróttadeild félagsins, hvers forsprakkar hafa verið duglegir að koma deildinni á framfæri. Nánast frá upphafi hefur verið boðið upp á ýmis konar námskeið og leiðsögn fyrir börn og unglinga sem vilja ná árangri í hinum og þessum tölvuleikjum.
Keppendur UÍA, þau Hafdís Anna Svansdóttir og Gabríel Glói Freysson, náðum góðum árangri á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára. Hafdís Anna keppti svo einni á Meistaramóti fullorðinna um síðustu helgi.
Elva Hjálmarsdóttir frá Vopnafirði hefur óhrædd við að fara nýjar leiðir í lífinu. Hún var komin yfir tvítugt þegar hún byrjaði að æfa skauta en varð síðar landsliðskona í íshokkí og nú alþjóðlegur dómari. Hún er ríkjandi meistari í þolakstri á torfæruhjólum og er nýorðin slökkviliðsmaður.
Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona frá Egilsstöðum, tekur þátt í Evrópumóti 18 ára og yngri sem haldið verður í næstu viku. Hún sótti silfurverðlaun á alþjóðlegu móti um síðustu helgi.
FHL er komið í frábæra stöðu í Lengjudeild kvenna eftir 5-1 sigur á Fram á þriðjudag. KFA og Höttur/Huginn unnu í gær mikilvæga sigra í baráttu sinni fyrir því annars vegar að komast upp, hins vegar að dragast ekki niður í fallbaráttuna.
Spyrnir snéri við leik sínum gegn Úlfunum í 5. deild karla um helgina þegar komið var fram í tíundu mínútu uppbótartíma. FHL heldur efsta sætinu í Lengjudeild kvenna.
FHL er komið með sex stiga forustu á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Selfossi um helgina. Í annarri deild kvenna er Einherji á skriði.
FHL er eitt í efsta sæti Lengjudeildar kvenna eftir 6-2 sigur á Gróttu í leik liðanna í Fjarðabyggðarhöllinni á sunnudag. Liðið hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum en þeir sem tveir sem unnust ekki sitja enn í þjálfaranum.