Ná árangri í tölvuleikjum og viðhalda tengslum

Um fjögur ár eru síðan nýjasta deildin innan Ungmennafélagsins Austra var stofnuð og hefur sú deild vaxið og dafnað vel á þeim tíma. Hér verið að meina rafíþróttadeild félagsins, hvers forsprakkar hafa verið duglegir að koma deildinni á framfæri. Nánast frá upphafi hefur verið boðið upp á ýmis konar námskeið og leiðsögn fyrir börn og unglinga sem vilja ná árangri í hinum og þessum tölvuleikjum.

Lesa meira

„Ætli það sé ekki æsihneigðin sem rekur mig áfram“

Elva Hjálmarsdóttir frá Vopnafirði hefur óhrædd við að fara nýjar leiðir í lífinu. Hún var komin yfir tvítugt þegar hún byrjaði að æfa skauta en varð síðar landsliðskona í íshokkí og nú alþjóðlegur dómari. Hún er ríkjandi meistari í þolakstri á torfæruhjólum og er nýorðin slökkviliðsmaður.

Lesa meira

Birna Jóna á leið á EM í frjálsum

Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona frá Egilsstöðum, tekur þátt í Evrópumóti 18 ára og yngri sem haldið verður í næstu viku. Hún sótti silfurverðlaun á alþjóðlegu móti um síðustu helgi.

Lesa meira

Knattspyrna: Þrír mikilvægir sigrar

FHL er komið í frábæra stöðu í Lengjudeild kvenna eftir 5-1 sigur á Fram á þriðjudag. KFA og Höttur/Huginn unnu í gær mikilvæga sigra í baráttu sinni fyrir því annars vegar að komast upp, hins vegar að dragast ekki niður í fallbaráttuna.

Lesa meira

Fótbolti: FHL komið í sex stiga forustu

FHL er komið með sex stiga forustu á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Selfossi um helgina. Í annarri deild kvenna er Einherji á skriði.

Lesa meira

Fótbolti: FHL á toppinn eftir átta marka leik gegn Gróttu

FHL er eitt í efsta sæti Lengjudeildar kvenna eftir 6-2 sigur á Gróttu í leik liðanna í Fjarðabyggðarhöllinni á sunnudag. Liðið hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum en þeir sem tveir sem unnust ekki sitja enn í þjálfaranum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar