Austfirðingum fjölgaði á áratugnum
Austfirðingum fjölgaði um tæplega níu hundruð manns á nýliðnum áratug. Eftir mikla fjölgun á tímum þennslu og stórframkvæmda virðist þeim aftur fara fækkandi.
Austfirðingum fjölgaði um tæplega níu hundruð manns á nýliðnum áratug. Eftir mikla fjölgun á tímum þennslu og stórframkvæmda virðist þeim aftur fara fækkandi.
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í byrjun desembermánaðar til að ítreka að bannað væri að bæta fjölfosfötum í saltfisk. Lítið er gefið fyrir skýringar íslenskra stjórnvalda og framleiðenda á notkun efnanna í bréfi ESA og skýrt er tekið fram að hún sé bönnuð.
Áramótin voru róleg í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum. Þó var brotist inn í sumarbústað og flugeldur kveikti í iðnaðarhúsnæði á Bakkafirði. Hjálpa hefur þurft vegfarendum á Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði í ófærð.
Nýr vindmælir á þekktum hviðustað við Sandbrekkur í Hamarsfirði mældi seinustu nótt vindhviðu upp á 69 metra á sekúndu. Lítið ferðaveður hefur verið á Austurlandi í dag.
Enn er óljóst hvað olli sprengingu og eldi í afriðli við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði tæpri viku fyrir jól. Erlendir sérfræðingar hafa komið til að skoða vettvanginn.
Vonskuveður er um nær allt Austurland og illfært. Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður að ráði fyrr en í kvöld.
Ekkert ferðaveður er í fjórðungnum og þrettándabrennum víðar verið frestað eða þær fluttar til. Ekki tókst að ljúka við sorphirðu í Neskaupstað í gær og frekari röskun á sorphirðu í Fjarðabyggð er fyrirsjáanleg á næstu dögum.
Enn er fé á fjalli innan við og frá bænum Stórhóli í Álftafirði. Á annað hundrað kinda tókst að smala þar fyrir jól.
Karl Sveinsson, útgerðarmaður á Borgarfirði, fagnar því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi gert íslenskum yfirvöldum og saltfiskframleiðendum að hlýta banni við notkun fjölfosfata í saltfiski. Hann segir umhugsunarvert að menn þurfi að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum hjá erlendum aðilum. Hann segir að menn séu ekki aðeins að nota efnin til að láta fiskinn líta betur út heldur til að binda vatn í honum og þyngja til að fá hærra skilaverð á mörkuðum. Til þess hafi þeir notið aðstoðar MATÍS.
Eskfirðingar eru duglegir að skreyta bæinn yfir hátíðarnar eins og fleiri. Þessi tvö hús við Steinholtsveg vöktu athygli Agl.is þar fyrir skemmstu en íbúar þeirra hafa löngum verið þekktir fyrir skreytingagleði. Svona uppljómuð hafa þau staðið yfir hátíðarnar og stóran hluta desembermánaðar.
Austfirðingum fækkaði um tæplega 200, eða 1,7%, á seinasta ári. Hlutfallslega fækkar mest í Fljótsdal og á Seyðisfirði en á Djúpavogi og Borgarfirði fjölgar íbúum.
Vont veður er víða á Austurlandi þessa stundina og ófært um helstu fjallvegi. Verst er veðrið sunnan til í fjórðungnum. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið lagist fyrr en í kvöld. Ekki hefur verið flogið til Egilsstaða í morgun.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.