Karlmaður var í síðustu viku sekur fundinn fyrir héraðsdómstól Austurlands um gróft og alvarlegt kynferðisbrot gagnvart ungri konu í jólaboði fyrirtækis í desember á síðasta ári. Hlaut maðurinn tveggja ára fangelsi og skal greiða miskabætur.
Heimastjórnir Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs og hugsanlega Seyðisfjarðar hyggjast senda sína erindreka á umhverfisþing sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið stendur fyrir í þrjár klukkustundir í Reykjavík í byrjun næsta mánaðar. Fulltrúi Miðflokksins í sveitarstjórn Múlaþings gerir athugasemdir við þær áætlanir enda sé umrætt þing sýnt í beinu streymi.
Hinn nýstofnaði Lýðræðisflokkur undir forystu Arnar Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðenda hefur kynnt fullskipaða lista sína í öllum kjördæmum landsins fyrir þingkosningar þann 30. þessa mánaðar. Listabókstafur Lýðræðisflokksins er L.
Ný fimm manna aðalstjórn Samtaka orkusveitarfélaga var kosin á aðalfundi samtakanna fyrr í mánuðinum en engir úr Fljótsdalshreppi hlutu náð fyrir augum þátttakenda.
Míla hefur hafið undirbúning að því að leggja ljósleiðara í þau íbúðarhús sem eftir eru í Fjarðabyggð og áætlar framkvæmdir um leið og vorar. Með styrk frá ríkinu er hægt að ljúka við ljósleiðaravæðingu í þéttbýli sveitarfélagsins á næstu tveimur árum.
Fyrirtækið Mógli ehf. hefur í engu brugðist við ítrekuðum kröfum Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) um tafarlausa hreinsun á olíumenguðum jarðvegi á tveimur lóðum á Eskifirði. Gripið hefur verið til dagssekta.
Formaður, þingmenn og frambjóðendur Samfylkingarinnar kynntu afrakstur sex mánaða málefnastarfs í húsnæðis- og kjaramálum fyrir utan verslun Bónuss á Egilsstöðum síðdegis í gær. Formaðurinn segir afar brýnt að grípa til aðgerða til hjálpar heimilum landsins.
Hópur 26 kennara úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, Egilsstaðaskóla og Fellaskóla fóru í stuðningsgöngu síðdegis í gær til að votta kollegum sínum sem eru í verkfalli annars staðar í landinu stuðning sinn.
Æfingasvæði íþróttafélagsins Einherja á Vopnafirði er svo illa farið að þar er varla hægt að vera með æfingar lengur að mati ungmennaráðs sveitarfélagsins.