Sigríður Kristín Sæmundsdóttir vöruhönnuður úr Reykjavík er sigurvegari samkeppni um „Austurlandskippuna." Efnt var til samkeppni um hönnun á minjagrip fyrir Austurland.
Tónleikaröðin Tónlistarstundir á Héraði hefst með 40 ára afmælistónleikum Egilsstaðakirkju annað kvöld. Stundirnar hafa verið fastur liður í tónlistarlífi Fljótsdalshéraðs frá árinu 2002.
Sam-félagið, grasrótarsamtök skapandi fólks á Austurlandi, stendur að baki sumarsýningu Sláturhússins á Egilsstöðum sem opnuð verður á morgun. Útgangspunkturinn í ár er hönnun og listhandverk með vísan í menningu svæðisins og staðbundin hráefni.
Emilía Antonsdóttir Crivello, danskennari, hlaut viðurkenningu úr þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbs Héraðsbúa sem afhent var á 17. júní fyrir frumkvöðlastarf sitt í listdanskennslu og listrænni tjáningu á Héraði undanfarin sjö ár.
Yfirframleiðandi Fortitude-þáttanna segist þakklátur Austfirðingum fyrir hlýjar móttökur. Tökur þáttanna hafa gengið vel er frá er talið snjóleysið sem hefur sett talsvert strik í reikninginn. Hann segir aðstandendur þáttanna meira en til í að koma aftur austur ef þeir njóta vinsælda.
Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Í Sköpunarmiðstöðinni í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði er í sumar stefnt að því að breyta fyrrum íssílói í hljóðver fyrir tónlistarfólk. Söfnun er hafin til að kaupa tækjabúnaðinn. Aðstandendur segja að hljóðverið geti orðið lyftistöng fyrir tónlistarlíf á Austurlandi.