Á Fáskrúðsfirði er að finna lítið og skemmtilegt leyndarmál, vinnustofuna hennar Önnu Ólafsdóttur í Hruna, en þar dvelur hún löngum stundum og saumar kanínur, verndarengla og margt fleira.
Töltmót, kórtónleikar, málþing um geðheilbrigði, hlaupanámskeið, blakleikir og fimleikasýning eru meðal þess sem Austfirðingar geta fundið sér til skemmtunar um helgina.
„Göngum saman bæjarleiðir á dalnum“ er heiti gönguferða sem Jökuldælingar hafa sett á laggirnar. Hugmyndin er að íbúar dalsins og aðrir velunnarar gangi milli bæja annan hvern laugardag í vetur. Fyrsta gangan var laugardaginn 6. febrúar síðastliðinn og var gengið frá Hrólfsstöðum í Hauksstaði en um helgina var gengið frá Hofteigi í Hjarðarhaga.
Óðinn Ólafsson, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls, hefur undanfarin ár haldið utan um liðakeppni Alcoa Fjarðaáls í Mottumars og verið duglegur að hvetja samstarfsfélaga sína að safna myndarlegri mottu í þágu góðs málefnis.
Alþýðusamband Íslands verður 100 ára næstkomandi laugardag og blæs af því tilefni til hátíðahalda og stórtónleika á fjórum stöðum á landinu, meðal annars í Egilsbúð í Neskaupstað.
Nú um helgina stendur spunaleikhópurinn Improv Ísland fyrir námskeiði á Egilsstöðum í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Á námskeiðum hópsins kynnast þátttakendur grunninum í langspunaforminu Haraldinum, sem er ein þeirra aðferða sem hópurinn vinnur eftir.
Þór Ragnarsson, sem upphaflega átti að leika aðalhlutverkið í uppsetningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á verkinu Allra meina bót, er á leið í uppskurð eftir að hafa slasast á æfingu nokkrum dögum fyrir frumsýningu.